7. kafli – Undir stjörnuhimni
Ár: 990
Vísindamaður: Mariam al-Ijliya (uppi á 10. öld)
Vísindagrein: Stjörnufræði
Staður: Aleppo, Sýrland
Uppfinning: Stjörnuskífa
Í kaflanum hitta unglingarnir stjörnufræðinginn Mariam Al-Ijliya sem var þekktust fyrir að hanna stjörnuskífur.
Kveikjur
Astrulabi (2:34)
Myndband frá 1001 invention sýningunni þar sem Mariam talar við áhorfendur.
Mariam al-Ijliya
Mariam al-Ijliya var einnig þekkt sem Mariam al-Astrolabiya vegna þess hversu mikilvirk hún var í hönnun og smíði stjörnuskífa (e. astrolabe). Almennt er lítið vitað um Mariam fyrir utan að hún var virtur stjörnufræðingur og uppfinningakona sem starfaði fyrir emírinn í Aleppo, sem nú er stórborg í Sýrlandi. Mariam var uppi á 10. öld en ekki er vitað um nákvæmt fæðingarár eða hvenær hún dó. (Fáar heimildir hafa varðveist um vísindakonur frá gullöld íslams. Þó er talið að þær hafi haft jafn mikinn aðgang að vísindastofnunum og karlmenn.)
Stjörnuskífur
Sagt er að stjörnuskífa (e. astrolabe) sé táknmynd hugvits múslima á gullöld íslams. Stjörnuskífa var mælingatæki sem var mikið notað á öldum áður. Þessi hallamælir og áttaviti var lítill og handhægur og þeir sem kunnu að nota hann gátu nokkuð auðveldlega mælt landlegu og leiðir út frá staðsetningu himintunglanna, það er. tungls og stjarna. Múslimar notuðu stjörnuskífu sem áttavita en einnig til að mæla qibla, sem er áttin og stysta leiðin til Mekka þaðan sem viðkomandi er staddur. Þegar múslimar biðja snúa þeir sér í átt til borgarinnar Mekka, nánar tiltekið til Kaba, sem er helgasti staður íslams.
Á venjulegri stjörnuskífu er eftirmynd af himinhvolfinu sett framan á hana með áherslu á u.þ.b. 20 björtustu stjörnurnar. Ofan á himinfletjuna eru settir nokkrir hreyfanlegir hlutir, t.a.m. vísar, sem hver hefur sinn tilgang. Ef breiddargráðan liggur fyrir, er hægt nota skífuna til að finna út hvaða tími dags er og öfugt, þ.e. ef tíminn er þekktur, er hægt að finna breiddargráðuna. Einnig er hægt að skoða hvenær sólarupprás og sólsetur eiga sér stað ogfinna áttirnar. Stjörnuskífur voru því mikilvægar múslimum til að finna áttina til Mekka.
Þótt venjulegar stjörnuskífur hafi meðal annars. verið áttavitar voru þær til að byrja með mest notaðar til að áætla tíma og áttina til Mekka.. Þær voru ekki notaðar til vegvísunar í siglingum fyrr en á endurreisnartímanum þegar sérstök siglinga-stjörnuskífa var mikið notuð.
Stjörnufræði
Stjörnufræði var mikilvæg vísindagrein á gullöld íslams. Vísindamennirnir unnu út frá fræðum frá Forn-Grikklandi, Persíu og Indlandi, uppfærðu og bættu við. Flest vestræn nöfn á stjörnum eru úr arabísku, nokkur úr grísku og sum eru af óþekktum uppruna.
Myndbönd
Hér eru þrjú myndbönd sem sýna hvernig stjörnuskífa er notuð.
Using an Astrolabe (2:02)
Tom Wujec demos the 13th-century astrolabe ( 11:57)
How to Use an Astrolabe (4:56)
Umræðupunktar
- Hvað notuðu norrænir sæfarar til að rata? Svarið er að þeir þekktu stjörnurnar, ferðir farfugla og hvala, notuðu sólskífur og vissu að ský hrannast upp yfir landi.
- Hvaða aðferðir þekkið þið til að mæla tíma? Dæmi um svör eru klukkur, sólúr, frumeindaklukka og stundaglös.
- Hvað notar nútímafólk til að rata og hvernig virkar sú tækni? GPS er mest notað. Hér eru upplýsingar um virkni þess.
Verkefnahugmyndir
Búa til stjörnuskífu
Klippa út og setja saman eigin stjörnuskífu. Hér eru nokkrar vefsíður með mótum og leiðbeiningum:
- Make your own Astrolabe by Dominic Ford
- Making a Simple Astrolabe
- The Way to the Stars: Build Your Own Astrolabe
Nota stjörnuskífu
Nota stjörnuskífu númer tvö í verkefninu hér fyrir ofan til að mæla hæð yfir sjávarmáli. Hér eru upplýsingar um hvernig hún er notuð.
Finna Pólstjörnuna
Ef það er stjörnubjart er tilvalið að fara út og finna norður, eftir að Pólstjarnan hefur verið staðsett. Hér er stutt myndskeið sem útskýrir hvernig við getum fundið hana.
Skoða himingeiminn með hjálp snjalltækis
Nemendur skoða himingeiminn, stjörnumerkin og fleira með appinu Night Sky. Nemendur lyfta tækinu upp að himninum og forritið hjálpar þeim að þekkja stjörnumerkin. Hægt er að nota það innanhús. Það keyrir á iOS tækjum (iPads).
Ítarefni
How Astrolabes Work
Útskýring á hvernig stjörnuskífa er notuð af vefsíðunni How Stuff Works.
Using an Astrolabe to tell the time
Útskýringar á því hvernig stjörnuskífan virkar frá Museum of the History of Science.
Astrolabe – Magnificent Computer of the Ancients
Fallegar myndir af stjörnuskífum á síðunni Kuriositas.
History of timekeeping devices
Grein um fjölbreyttar leiðir til að mæla tíma.
6 Creative Ways People Used to Navigate the Oceans (10:27)
Myndskeið frá SciShow um nokkur tæki sem voru notuð til að rata yfir hafið.
Star Constellations
Vefsíða þar sem má sjá öll stjörnumerkin á himninum.