1. kafli – Flutningar
Ár: Samtími
Staður: Ísland
Stuttur inngangskafli þar sem ekki er byrjað að fjalla um vísindin eða vísindafólkið. Í þrautinni í lok kaflans eiga nemendur að finna atriði sem tengjast Mið-Austurlöndum.
Verkefni / Tilraunir
Tveir til þrír nemendur vinna saman og búa til hugtakakort með því sem þau vita um Mið-Austurlönd. Á kortið er tilvalið að setja jafnt inn landafræðihugtök, eins og lönd, borgir og þekkta staði, upplýsingar um dýralíf og náttúru, menningarlega þætti, til dæmis trúarbrögð, siði, matargerð, frægar persónur og merka atburði í sögunni og bara hvað sem nemendum dettur í hug og tengist þessum landsvæðum.