Hæg yfirferð – Kynning
Áður en lestur á Stjörnuskífunni hefst og áður en verkefni eru unnin er upplagt að koma af stað þankahríð og spyrja nemendur til dæmis að því hvað þau vita um miðaldir, tækni og vísindi á miðöldum, hvort þau viti hvað Gullöld íslams var, eða Hús viskunnar, og hvort og hvað af vísindum og tækni frá þessum tíma hefur haft áhrif á líf okkar í dag.
Skrifa svo niður það sem þau vita, gæta þess að flokka frá ef eitthvað er í raun tengt forn-grískri eða rómverskri menningu og atriði tengd endurreisnartímanum.
Þegar þessu er lokið þá má sýna eftirfarandi myndskeið (13 mín) frá 1001 Inventions, sem er stór farandsýning sem gengur nú á milli landa, einmitt til að fræða um þetta tímabil í vísindasögunni:
Hér er annað myndband sem telur upp 10 helstu uppfinningar múslima: